Losaði um spennu með hnefahöggum

Karlmaður var handtekinn utan við 800Bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags eftir að hafa nefbrotið annan mann með hnefahöggum.

Aðdragandi árásarinnar er talinn vera sá að sá sem varð fyrir höggunum hafði verið með stöðugt áreiti við hinn einstaklinginn fyrr um nóttina.

Mun það því hafa verið uppsöfnuð spenna hjá árásarmanninum sem losnaði um með þessum hætti, eins og það er orðað í dagbók Selfosslögreglunnar.

Fyrri greinFauk útaf undir Ingólfsfjalli
Næsta greinStungið á bíldekk á Selfossi