Löngu tímabært verkefni

Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar telur löngu tímabært að klára lóðafrágang í kringum Tryggvaskála við Ölfusárbrú.

Á fundi stjórnarinnar í þessari viku var framkvæmdastjóra falið að setja kostnaðinn við framkvæmdina inn á fjárfestingaáætlun fyrir árið 2012.

Stjórnin beinir því til bæjarráðs að klára samning við Skálavinafélagið um skiptingu kostnaðar.

Fyrri greinVestfirðingar og Sunnlendingar stinga saman menningarnefjum
Næsta greinBubbi syngur í Vík