Lömpum stolið í innbroti í Laugarási

Brotist var inn í gróðurhús í Laugarási aðfaranótt síðastliðins fimmtudags og þaðan stolið sex gróðurhúsalömpum. Tvennt var handtekið á föstudag vegna málsins en fólkið neitar sök.

Maður sem var þar á ferð um kl. 3:30 sá til tveggja einstaklinga sem voru á ferð í bifreið við gróðurhúsið. Fljótlega eftir að innbrotið uppgötvaðist féll grunur á konu og karl sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis á föstudag. Við yfirheyrslu neitaði fólkið sök.

Unnið er að rannsókn málsins og biður lögregla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir ljósgrárrar Toyota Corolla árgerð 1995 í eða við Laugarás á fyrrgreindum tíma að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinSveinn og Katrín fengu Landbúnaðarverðlaunin
Næsta greinNaumt tap í æsispennandi bikarleik