Lömpum stolið í Hveragerði

Tveimur gróðurhúsalömpum var stolið í innbroti í garðyrkjustöðinni Ás í Hveragerði í síðustu viku.

Þjófurinn hafði reynt að spenna upp glugga en gefist upp á því en komst inn með því að brjóta rúðu í hurð. Þetta átti sér stað aðfaranótt miðvikudags. Engar vísbendingar eru um hver þjófurinn er.

Þá var rúða brotin í versluninni Kjarval í Þorlákshöfn um miðnætti síðastliðins föstudags. Steini var hent í rúðuna en ekki er vitað hvort sá sem braut rúðuna hafi ætlað sér að fara inn í verslunina eða einungis að valda spjöllum.