Lokunarhlið við Dyrhólaey skemmt

Innkeyrsluhlið á vegi að Dyrhólaey var skemmt í síðustu viku. Af ummerkjum má ráða að lás á hliðinu hafði verið klipptur í sundur og taug sett í hliðið til að toga það niður.

Hliðið hefur þann tilgang að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðað svæði.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þeir sem þarna voru að verki hafa að líkindum ekki farið inn á svæðið þar sem engin ummerki bílaumferðar var að sjá.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hringja í síma lögreglustöðvarinnar í Vík 444 2030.

Fyrri greinHrútur braut rúður í veiðihúsi
Næsta grein„Hef líklega aldrei slegið svona vel“