Lokun að Kötlujökli aflétt

Kötlujökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Eftir fund með náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands er það mat lögreglunnar á Suðurlandi að aflétta beri tímabundinni lokun fyrir ferðir að Kötlujökli sem sett var á í gær eftir aukna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á ný og mælingar á gasmengun í dag gefa ekki tilefni til áframhaldandi lokunar. Aðeins einn skjálfti hefur mælst á svæðinu í dag. Ef virknin eykst aftur mun lögreglan bregðast við því eftir nánara mati sérfræðinga.

Þá er því beint til ferðaþjónustuaðila að skynsamlegt er að útbúa leiðsögumenn með gasmælum og að hópar yfirgefi svæðið strax ef breytingar eru að mælast.

Fyrri greinBláskógabyggð innleiðir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Næsta greinSelfoss áfram í bikarnum