Lokuðu þaki á útihúsi

Tintronliðar í útkallinu í gærkvöldi. Ljósmynd/Tintron

Björgunarsveitirnar á Suðurlandi fengu minniháttar útköll í gærkvöldi þar sem tilkynnt var um foktjón.

Meðal annars var Hjálparsveitin Tintron kölluð að sveitabæ í Grafningnum þar sem þak hafði rofnað á útihúsi.

Þrír menn fóru í verkefnið og tókst að koma borðum og strekkjurum fyrir til að forða frekara tjóni.

Fyrri greinUnglingadeild Vallaskóla í sóttkví
Næsta greinHrun í umferð á Þjóðvegi 1