Loksins gufubað á Laugarvatni?

Í þriðja sinn á þremur árum, hafa forsvarsmenn Gufu ehf. tilkynnt að framkvæmdir við heilsulind á Laugarvatni séu á næsta leiti.

Sumrið 2007 stóð til að opna vorið 2008. Í ágúst 2008 var auglýst vígsla vorið 2010. Ástæða er til að ætla að fyrirheitin gufi ekki upp að þessu sinni. Fjármögnun er langt komin og útboðsferli hafið með fyrirvara um fjármögnun.

Ef fjármögnun tekst er gert ráð fyrir að framkvæmdir fari af stað í lok þessa mánaðar og eru áætluð verklok í júní 2011.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

PANTA ÁSKRIFT