Lokatölur: Öruggt hjá Ragnheiði – Árni kemst ekki á blað

Ragnheiður Elín Árnadóttir vann öruggan sigur með 64,34% atkvæða í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Alls voru greidd 3.988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins. Kjörsókn var 44 %.

Niðurstaða prófkjörsins varð þessi:

1. Ragnheiður Elín Árnadóttir – 2.497 atkvæði í 1. sæti

2. Unnur Brá Konráðsdóttir – 1.480 atkvæði í 1. – 2. sæti

3. Ásmundur Friðriksson – 1.517 atkvæði í 1. – 3. sæti

4. Vilhjálmur Árnason – 1.411 atkvæði í 1. – 4. sæti

5. Geir Jón Þórisson – 1.808 atkvæði í 1. – 5. sæti

Árni Johnsen, sitjandi þingmaður flokksins í kjördæminu, er ekki í einu af fimm efstu sætunum en hann varð í 2. sæti í prófkjörinu fyrir þremur árum. Hann færðist niður í 3. sætið vegna yfirstrikana í síðustu Alþingiskosningum. Árni hefur setið á þingi meira eða minna frá árinu 1983.

UPPFÆRT 22:40

Fyrri greinAtkvæðin flutt með Herjólfi
Næsta greinGetur valdið straumhvörfum í skipulagsmálum