Lokatölur: Miðflokkurinn náði inn manni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Talningu atkvæða í Suðurkjördæmi lauk í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi um klukkan 7 í morgun.

Á kjörskrá voru 38.424 og greiddu 30.381 atkvæði, eða 79% atkvæðabærra einstaklinga.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 7.296 atkvæði, eða 24,6% og þrjá þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 7.111 atkvæði, eða 23,9% og þrjá þingmenn og bætir við sig einum manni.

Flokkur fólksins fékk 3.837 atkvæði, eða 12.9% og einn þingmann. Samfylkingin fékk 2.270 atkvæði eða 7,6% og einn þingmann og Miðflokkurinn fékk 2.207 atkvæði, eða 7,4% og einn þingmann.

VG vantaði átta atkvæði
Vinstri grænir fengu 2.200 atkvæði, eða 7,4% og eru með uppbótarþingmanninn í kjördæminu sem stendur, en það skýrist ekki fyrr en talningu er lokið í öllum kjördæmum hvort þeir nái inn manni. VG vantaði 8 atkvæði til þess að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á kostnað Miðflokksins.

Viðreisn fékk 1.845 atkvæði, eða 6,2% og Píratar fengu 1.660 atkvæði, eða 5,6% og töpuðu þingsæti í kjördæminu. Sósíalistaflokkurinn fékk 1.094 atkvæði, eða 3,7% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk 193 atkvæði, eða 0,6%.

Auðir seðlar voru 595, eða 2,0% og ógildir 73, eða 0,2%.

1. Guðrún Hafsteinsdóttir, D-lista
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, B-lista
3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, F-lista
4. Vilhjálmur Árnason, D-lista
5. Jóhann Friðrik Friðriksson, B-lista
6. Ásmundur Friðriksson, D-lista
7. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, B-lista
8. Oddný G. Harðardóttir, S-lista
9. Birgir Þórarinsson, M-lista
10. Hólmfríður Árnadóttir, V-lista (uppbótarþingmaður)

Fyrri greinAðrar tölur: Framsókn bætir enn við sig
Næsta greinHólmfríður dettur út og Guðbrandur kemur inn