Lokatölur: Hnífjafnt í Ölfusinu

A-, B- og D-listi fá öll tvo bæjarfulltrúa í Ölfusinu en þar er búið að telja öll atkvæði.

Á kjörskrá í Ölfusi voru 1.307 en 1.032 mættu á kjörstað, eða 78,9%.

D-listinn fékk flest atkvæði, 323 eða 31%, B-listinn fékk 297 atkvæði eða 29% og A-listinn fékk 255 atkvæði eða 25%. Öll þessi framboð fá tvo bæjarfulltrúa. Sjöundi bæjarfulltrúinn kemur úr röðum félagshyggjufólksins á Ö-listanum sem var með 119 atkvæði eða 11,5%

Kjörnir bæjarfulltrúar eru því:

1. Stefán Jónsson (D)
2. Sveinn Steinarsson (B)
3. Sigríður Lára Ásbergsdóttir (A)
4. Kristín Magnúsdóttir (D)
5. Anna Björg Níelsdóttir (B)
6. Guðmundur Baldursson (A)
7. Hróðmar Bjarnason (Ö)