Lokanir endurskoðaðar: Heiðin og Þrengslin lokuð síðdegis

Hellisheiði lokað. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegagerðin reiknar nú með að loka Hellisheiði og Þrengslum um klukkan 16 í dag vegna slæms veðurútlits.

Það hefur hlánað og því eru minni líkur á skafrenningi. Hvessir hins vegar sunnan til í dag. Austan 23-28 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviður allt að 50 m/s frá um kl. 13-14. Veðrið nær hámarki um kl. 19 en svo lægir um miðnætti. Í Öræfum verður byljótt við Sandfell frá um kl. 15 og fram á nótt.

Áætlanir um mögulegar lokanir hafa verið endurskoðaðar og líklegt er að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað á milli klukkan 16:00 og 01:00. Suðurstrandarvegur verður líklega opinn.

Þá er gert ráð fyrir að loka á milli Hvolsvallar og Víkur kl. 13 í dag og fram yfir miðnætti, til kl. 01:00. Sömuleiðis verður lokað fyrir austan Núpsstað, um Skeiðarársand og Öræfi að Höfn milli kl. 14:00 og 06:00 í fyrramálið.

Fyrri greinDagný aftur til Portland Thorns
Næsta greinÞorfinnur nýr stallari í ML