Lokað undir Eyjafjöllum

Suðurlandsvegi hefur verið lokað milli Markarfljóts og Víkur vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi.

Björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Víkverji í Vík ásamt Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru á Sólheimasandi að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum þar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitunum er mjög hvasst á svæðinu og mikil snjókoma.

Veðurstofan gerir fáð fyrir versnandi veðri í kvöld og nótt, allvíða stormur eða rok í fyrramálið og fram eftir morgundegi með talsverðri snjókomu, en slíkt veður kallast einnig stórhríð. 

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun fyrir allt landið
Næsta greinFækkar í sóttkví á Suðurlandi