Lokað milli Markarfljóts og Víkur

Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal vegna óveðurs.

Á Steinum undir Eyjafjöllum eru nú 17 m/sek en hviður hafa farið í allt að 40 m/sek.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland og Suðausturland fram að miðnætti. Þegar líður á daginn má búast við snjókomu eða slyddu og skafrenningi með lélegu skyggni og hættulegum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður og ekkert útivistarveður verður á svæðinu.

UPPFÆRT KL. 17:17: Þjóðvegurinn á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns er lokaður vegna veðurs.

UPPFÆRT KL. 00:15: Búið er opna á ný Suðurlandsveg frá Hvolsvelli að Markarfljóti. Á svæðinu er þó enn slæmt veður með miklum vindhviðum og á veginum eru bæði hálka og snjór skafinn í skafla. Þjóðvegurinn verðir áfram lokaður frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal til morguns.

Fyrri grein„Bara tímaspursmál hvenær ég myndi láta verða af þessu“
Næsta greinVegferðin og fjölskyldan