Lokað milli Markarfljóts og Víkur

Björgunarsveitin Víkverji er mætt á lokunarpóst við Vík. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Þjóðvegi 1 á milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal var lokað á öðrum tímanum í dag vegna veðurs.

Mjög hvasst er orðið undir Eyjafjöllunum, 18 m/sek og 26 m/sek í hviðum, og er búist við að veðrið versni mjög þegar líður á daginn, en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu til klukkan 10 í fyrramálið.

Fyrri greinSelfoss fær nýjan markvörð
Næsta greinRafmagnslaust í Vík og Landeyjum