Lokað milli Hveragerðis og Selfoss

Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Í kvöld, nótt og á morgun á að malbika Þjóðveg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss.

Veginum verður alveg lokað og verður sett upp hjáleið um Þorlákshafnarveg og Eyrarbakkaveg með viðeigandi merkingum og hjáleiðum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 í kvöld til kl. 6:00 í fyrramálið.

Á morgun, þriðjudag, verður lokað fyrir umferð á leið austur og hjáleið fyrir þá bíla um Þorlákshafnarveg og Eyrarbakkaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 7:00 til kl. 19:00.