Lokað inn í Reykjadal

Í Reykjadal. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Lokað hefur verið tímabundið fyrir alla umferð inn í Reykjadal frá og með deginum í dag.

Er þetta gert til að forða því að vegfarendur setji sig í hættu og einnig til að gera gróðri í dalnum kleift að jafna sig eftir leysingar undanfarið.

Á göngustígnum, við hverasvæði og við baðstaðinn er mikil aurbleyta og nauðsynlegt að gróðurþekjan nái að jafna sig.  Svæðið verður opnað á ný þegar aðstæður leyfa.

Reykjadalur is closed for safety reasons. The paths are unsafe due to erosion by the hot spring and due to thawing conditions. The area will remain closed until conditions change

Fyrri greinStaðan á Suðurlandi er góð
Næsta greinÁ von á sviptingu og hárri fjársekt