Lokað í Kömbunum á þriðjudag

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á morgun, þriðjudaginn 23. september á milli kl. 9:00 og 16:00, verður vegavinna í Kömbunum og Suðurlandsvegur þar af leiðandi lokaður yfir Hellisheiði.

Unnið verður á annarri akreininni í einu og hún þá lokuð á meðan en opið í gagnastæða átt. Hjáleið verður um Þrengslaveg.

Framkvæmdir byrja á akreininni til austurs og svo verður farið til vesturs um miðjan dag. Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og aka með gát.

Fyrri greinMiðbær Selfoss vekur ánægju
Næsta greinNýtt hjúkrunarheimili rís í Þorlákshöfn