Á morgun, þriðjudaginn 23. september á milli kl. 9:00 og 16:00, verður vegavinna í Kömbunum og Suðurlandsvegur þar af leiðandi lokaður yfir Hellisheiði.
Unnið verður á annarri akreininni í einu og hún þá lokuð á meðan en opið í gagnastæða átt. Hjáleið verður um Þrengslaveg.
Framkvæmdir byrja á akreininni til austurs og svo verður farið til vesturs um miðjan dag. Vegfarendur eru beðnir að virða merkingar og aka með gát.

