Lokað í dag vegna veðurs

Vindaspá − Þriðjudagur kl. 21:00.

Skóla- og frístundastarf mun raskast víða á Suðurlandi í dag vegna veðurs.

Hveragerði:
Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín í leik-, grunn- og frístundaskóla í Hveragerði, ekki seinna en kl. 15:00, en helst fyrr. Engin starfsemi verður í Hamarshöll og verður hún lokuð almenningi, allar æfingar í íþróttamannvirkjum falla niður eftir kl. 15:00 og Sundlaugin Laugaskarði og bókasafnið loka kl. 15. Gámasvæðið við Bláskóga verður lokað í allan dag.

Árborg:
Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl. 15:00 í dag. Íþróttahúsið Iða verður einnig lokuð. Æfingar falla því niður hjá öllum deildum Umf. Selfoss í dag. Allt starf fellur niður í félagsmiðstöðinni og ungmennahúsinu á Selfossi í dag. Bókasafnið á Stokkseyri verður lokað í dag. Sundhöll Selfoss og WorldClass verður lokað kl. 17 í dag.

Hrunamannahreppur:
Sundlaugin á Flúðum verður lokuð í allan dag og íþróttahúsinu á Flúðum verður lokað kl. kl. 18:00.

Ölfus:
Jólabíóinu sem átti að vera í bókasafninu í dag er frestað til föstudagsins 13. desember.

Þingvellir:
Allar aðkomuleiðir til Þingvalla verða lokaðar í dag og þar af leiðandi verða þjónustubyggingar þjóðgarðsins lokaðar.

Strætó:
Öllum ferðum Strætó á Suðurlandi eftir hádegi hefur verið aflýst.

Fréttin verður uppfærð ef fleiri tilkynningar berast á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinLægðin í beinni
Næsta greinFlutningi lamba yfir varnarlínu vísað til lögreglu