Loka leiðinni að flugvélarflakinu

Land­eig­end­ur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sól­heimasand að banda­ríska flug­vélarflak­inu sem þar er vegna slæmr­ar um­gengni.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

„Það er búið að vera að keyra víða þarna og það er ekki al­veg það sem við get­um orðað okk­ur við. Við höld­um í hest­ana og stopp­um í smá tíma,“ seg­ir Bene­dikt Braga­son, einn af land­eig­end­um, í samtali við mbl.is.

Leiðin er um þriggja kíló­metra löng. Að sögn Bene­dikts lögðu land­eig­end­ur veg að flug­vélarflak­inu og merktu slóðina mjög vel þangað en það virðist ekki hafa dugað til. Þess vegna ætla þeir að setja upp skilti þar sem ferðamönn­um verður meinaður aðgang­ur að svæðinu.

Hann seg­ir gríðarleg­an fjölda ferðamanna fara um svæðið og það sé orðið einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður Vest­ur-Skafta­fells­sýslu. „Við vilj­um finna út hvað er hægt að gera til að leyfa fólki að halda áfram að skoða þetta flug­vélarflak. Við vilj­um endi­lega leyfa fólki það en höf­um ekki efni á því að leyfa því að ganga svona um landið,“ seg­ir Bene­dikt.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSelfoss semur við þrjá unga leikmenn
Næsta greinSveinn lætur af störfum sem landgræðslustjóri