Lokað fyrir aðgengi almennings

Á Núpsstað. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Landeigandinn á Núpsstað í Skaftárhreppi hefur sett upp hlið til að takmarka umferð fólks að kirkjustaðnum.

Er það af þeirri ástæðu að enginn ábúandi er lengur þar eftir að bræðurnir á Núpsstað féllu frá og ekki er hægt að hafa fólk valsandi um þar án eftirlits. Illa hafði verið gengið um svæðið og því er gripið til þess að hefta aðgang þar að.

Eftir því sem næst verður komist setur landeigandinn sig ekki upp á móti því að fólk gangi heim að bænum en staðurinn sem slíkur þolir vart mikinn ágang án sérstaks eftirlits.

Eftir því sem heimildir segja hefur landeigandinn í hyggju að byggja upp einhverskonar þjónustuhús á staðnum en talning bendir til að allt að þrjátíu þúsund manns komi þar við yfir sumartímann.

Samkvæmt venju verður messa í bænhúsinu á sunnudaginn, fyrsta sunnudaginn í ágúst.

Fyrri greinFjölskyldan verður á Flúðum
Næsta greinSleðamaðurinn veiktist alvarlega