Lokað yfir Heiðina

Búið er að loka Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði. Suðurstrandarvegur er fær en hálka og skafrenningur er á veginum og blint í hríðum.

Samkvæmt upplýsingum frá vakstöð Vegagerðarinnar verður áfram þéttur éljagangur eitthvað fram á nótt og þá á einnig að hvessa.

Þungfært er um Krísuvíkurleið og er hún einungis fær breyttum jeppabifreiðum.

Hafa björgunarsveitir aðstoðað ökumenn er sátu fastir á Hellisheiði í skjól en einhver ökutæki urðu eftir á heiðinni.

Það er hálka eða snjóþekja mjög víða á Suður- og Suðvesturlandi og gengur á með éljum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Lyngdalsheiði. Greiðfært er með suðausturströndinni að Hvalnesi en þar tekur við snjóþekja og éljagangur suður að Mýrdalssandi.

Er vegfarendum ráðlagt að fylgjast með vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og einnig er hægt að nálgast upplýsingar í síma 1777.

Fyrri greinPluto er týndur
Næsta greinFerðaþjónustan í Vatnsholti sér um Þjórsárver