Lokað vegna veðurs í Landeyjahöfn

Allar ferðir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í dag verða farnar til og frá Þorlákshöfn en til stóð að sigla í Landeyjahöfn.

Segir Eimskip, sem gerir Herjólf út, að þetta sé vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn.

Siglt verður frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og 15 en frá Þorlákshöfn klukkan 11:15 og 19.

Ákvörðun um framhald siglinga á morgun er að vænta klukkan 16 í dag.