Lokað undir Eyjafjöllum til Víkur

Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður, annars vegar milli Seljalands og Víkur, og hins vegar frá Skeiðarársandi að Jökulsárlóni.

Aðstæður á veginum undir Eyjafjöllum verða metnar kl 20.00 í kvöld og gefið út hvort hægt verði að opna á milli Seljalandsfoss og Víkur.

Litlar líkur eru á vegurinn um Skeiðarársand og að Jökulsárlóni opnist í kvöld.