Lokað lengur en til stóð

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð til mánudagsins 16. júní vegna árlegs viðhalds og framkvæmda.

Verið er að laga sturtuklefa og fleira og í frétt á heimasíðu Árborgar kemur fram að þær framkvæmdir muni taka aðeins lengri tíma en ráð var gert í upphafi.

Opið er í Sundhöll Selfoss á hefðbundnum tíma.

Fyrri greinÚtiljósmyndir uppi í allt sumar
Næsta greinHallgrímsstofa opnuð í Kaupfélagssafninu