Lokað inn í Þórsmörk

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að loka Þórsmerkurvegi í dag hið minnsta, vegna vatnavaxta.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er veðurspáin að ganga eftir og því er von á gríðarmiklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu.

Lögreglan biður fólk að fylgjast með veðri og fréttum í dag en lögreglan mun senda frá sér fréttir og tilkynningar á Facebook-síðu sinni eftir því sem þurfa þykir.