Lokað inn að Sólheimajökli

Í ljósi yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi þess vegna hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi tekið ákvörðun um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, Sólheimajökulsvegi nr. 221

Ennfremur er óheimilt að ganga á jökulinn.

Ákvörðun þessi verður endurskoðuð síðdegis á morgun 1. október.