Lögreglustjórinn í hálendiseftirliti

Löggæsla á hálendinu er eitt af stóru verkefnum lögreglunnar á Hvolsvelli og í síðustu viku fóru lögreglustjórinn og yfirlögregluþjónn í slíkt eftirlit.

Var farið um Sprengisandsleið niður í Bárðardal þar sem nágrannaembættið á Húsavík var heimsótt. Umdæmismörk embættanna liggja saman við Nýjadal á Sprengisandsleið. Gist var á Húsavík og svo var farið um Kjalveg á bakaleiðinni.

Sóttist ferðin vel og haft var tal af nokkrum fjölda ferðamanna sem ferðaðist um svæðið og var ástand ferðamanna og ökuktækja almennt gott.

Fyrri greinBjórkútum stolið á Hellu
Næsta greinSkoðaði trén sem hann gróðursetti fyrir 58 árum