Lögreglumenn þefuðu uppi kannabis

Lög­regl­an á Suður­landi stöðvaði kanna­bis­rækt­un á sum­ar­húsa­svæði í Gríms­nesi í gær. Upp komst um rækt­un­ina þegar lög­regl­an var við hefðbundið eft­ir­lit á svæðinu í fyrrinótt.

Mikl­ar frost­still­ur voru og rann lög­regl­an ein­fald­lega á lykt­ina af kanna­bis­plönt­un­um.

Að sögn varðstjóra fór lög­regl­an aft­ur á svæðið í gær beið átekta eft­ir eig­anda plantn­anna og þegar hann kom á svæðið síðdeg­is í gær til að huga að fram­leiðslunni var hann hand­tek­inn og plönt­urn­ar, um tutt­ugu stykki, hald­lagðar. Maður­inn játaði að standa að rækt­un­inni og telst málið upp­lýst.

Mbl.is greinir frá þessu