Lögreglumaður fauk 200 metra

Frá vettvangi slyssins í síðustu viku. Ljósmynd/Landsbjörg

Snarvitlaust veður var á vettvangi rútuslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Hafurshól undir Eyjafjöllum á þriðjudag í síðustu viku.

Eins og sunnlenska.is greindi frá fór rúta með 23 farþegum útaf veginum og endaði ofan í á en allir farþegarnir sluppu ómeiddir.

Tveir sjúkraflutningamenn slösuðust þegar vindhviða skellti þeim flötum á veginum. Þeir luku vinnu sinni á vettvangi og meiðslin eru ekki alvarleg.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að lögreglumaður sem var utan við veginn fauk um 200 metra leið og taldi sig hafa sett HSK met í 200 metra hlaupi. Hann fær það þó líklega ekki skráð þar sem vindhraði var talsvert vel yfir leyfilegum mörkum. Lögreglumaðurinn slapp ómeiddur.

Fyrri greinJafntefli í fjórum skákum
Næsta greinFimmtán umferðarslys á Suðurlandi í síðustu viku