Lögreglumaður ákærður fyrir að leggja ekki hald á kannabisvökva

Lögreglustöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Hann er sagður hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva þegar hann var við störf sem lögreglumaður við leit í húsnæði í Hveragerði. Vökvinn var í potti á eldavél.
RÚV greinir frá þessu.

Í ákærunni, sem var gefin út í byrjun mánaðarins, er lögreglumaðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum til að framkvæma frekari leit að ávana- og fíkniefnum í húsnæðinu og leggja hald á nærri 2 kíló af kannabisefnum og tæpa tvo lítra af kannabisblönduðum vökva.

Í ákærunni segir að við leit annarra lögreglumanna daginn eftir hafi þessi fíkniefni fundist og að þau hafi einnig verið þar daginn áður. Er lögreglumaðurinn sagður hafa gerst sekur um stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu með háttsemi sinni.

Frétt RÚV

Fyrri grein„Bærinn er að vaxa í sólarátt“
Næsta greinKenan áfram á Selfossi