Lögreglumaður smitaður af COVID-19

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumaður á Suðurlandi hefur greinst með COVID-19 eftir að lögreglan handtók þrjár manneskjur síðastliðinn laugardag og reyndust tvö þeirra veik af COVID-19.

Fólkið var handtekið, grunað um þjófnað í verslunum á Selfossi. Alls fóru ellefu lögreglumenn á Suðurlandi í sóttkví vegna málsins og í morgun greindist einn þeirra með veiruna.

Fólkið sem var handtekið virti ekki sóttkví við komuna til landsins.

„Lögreglumaðurinn er kominn í einangrun og er smitrakning einnig í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Fyrri greinSelfoss sigraði örugglega á aldursflokkamótinu
Næsta greinSveitarstjóraskipti í Rangárþingi eystra