Lögreglumaður bjargaði manni úr reykfylltri íbúð

Neyðarlínan fékk boð um eld í íbúðarhúsi við Smáratún á Selfossi um kl. 21:45 í kvöld. Lögreglumaður bjargaði húsráðanda út úr reykfylltri íbúðinni.

Svanur Kristinsson, lögregluvarðstjóri, var fyrstur á vettvang og fór inn í húsið þar sem húsráðandi hafði sofnað yfir eldamennsku.

Töluverður reykur var í íbúðinni og kom Svanur manninum út, í hendur sjúkraflutningamanna sem meðhöndluðu manninn vegna mögulegrar reykeitrunar.

Eldsupptök voru sem fyrr segir í potti á eldavélarhellu. Enginn eldur var á hellunni en töluverður reykur í íbúðinni.

Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina.