Lögreglumaður þefaði uppi kannabis

Lögreglumaður í Vík sem var staddur inni í Víkurskála í síðustu viku fann kannabislykt leggja frá manni sem þar kom inn.

Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn, grískur ferðamaður, var með kannabisskammt í buxnavasa. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri með efnin til eigin nota.

Við uppflettingu í lögreglukerfum hér og erlendis voru engar skráningar um manninn og fékk hann að halda ferð sinni áfram eftir að hafa greitt sekt fyrir vörslu kannabisefnisins.