Lögreglubíll og jeppi í hörðum árekstri á Klaustri

Lögreglubíllinn er stórskemmdur eftir áreksturinn. Ljósmynd/Lögreglan

Harður árekstur lögreglubíls og jeppa varð um kl. 14 í gær við hringtorg á mótum Klausturvegar og Suðurlandsvegar á Kirkjubæjarklaustri í gær.

Svo virðist sem ökumaður jeppabifreiðarinnar, sem er erlendur ferðamaður, hafi misst stjórn á bifreið sinni þegar hann nálgaðist hringtorgið og lent öfugu megin við umferðareyju og ekið á móti umferð beint framan á lögreglubifreiðina.

Lögreglumaðurinn, sem var einn á ferð, var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús en útskrifaður þaðan í gærkvöldi og talinn óbrotinn en töluvert marinn.  Ökumaður og farþegi jeppabifreiðarinnar sluppu ómeidd.

Fjórtán önnur umferaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku án þess þó að í þeim hafi menn slasast alvarlega.

Fyrri greinSlysaskot í Rangárþingi
Næsta greinNúmer klippt af ótryggðri rútu