Lögreglubíll hársbreidd frá hrossastóði

Ekið var á hross við Hrepphóla í Hrunamannahreppi um kl. 5:30 í morgun.

Aflífa þurfti hrossið þar sem það var alvarlega slasað. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin er töluvert skemmd.

Á leiðinni á vettvang munaði aðeins hársbreidd að lögreglubíllinn lenti inn í hrossastóði á þjóðveginum á Skeiðum.

Lögreglumenn smöluðu hrossunum heim að næsta bæ og héldu áfram á slysstaðinn.