Lögreglan vinnur úr ábendingum

Bengalkettirnir þrír sem hurfu frá Nátthaga í Ölfusi í síðustu viku eru enn ófundnir.

Talið var að fjórum köttum hafi verið stolið en eins og áður hefur komið fram fannst einn kötturinn heima í Nátthaga.

Lögreglu hafa borist ábendingar sem er verið að vinna úr.

Ef einhver einhvers staðar býr yfir vísbendingum er sá hinn sami hvattur til að hafa óhikað samband við lögreglu í síma 444 2010, eða á netfang lögreglustjórans á Suðurlandi, suðurland@logreglan.is.

Fyrri greinCorolla „lykluð” við vistina
Næsta greinRúlluplast brennt í skurði