Lögreglan á Suðurlandi varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á ferðinni á Suðurlandi og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra.
Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir, og eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í gegnum síma.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti fyrst athygli á þessu en henni hafa borist ábendingar vegna þessa og því er ítrekað að umræddir aðilar eru ekki á vegum Félags heyrnarlausra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hafa sömu menn einnig verið á ferðinni á Suðurlandi.
