Lögreglan stöðvaði próflausan flutningabílstjóra

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumanni flutningabíls sem vegaeftirlitsmenn stöðvuðu á Suðurlandsvegi í síðustu viku var gert að hætta akstri en viðkomandi reyndist sviptur ökurétti vegna fyrri brota.

Þetta uppgötvaðist í reglubundnu eftirliti með akstri stórra ökutækja en í liðinni viku voru 222 atriði skoðuð hjá ökumönnum þessháttar ökutækja.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að líkt og í annarri umferð séu lang flestir með öll sín atriði í lagi en alltaf finnast þó einhverjar undantekningar. Þannig reyndust þrír án rekstrarleyfis og einn reyndist vera að flytja of marga farþega.

Fyrri greinSelfoss í toppsætið eftir góðan sigur
Næsta greinHafði lengi dreymt um að opna sitt eigið apótek