Lögreglan stöðvaði söng á svölunum

Lögreglan á Selfossi hafði í tvígang afskipti af fólki í samkvæmi í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum í nótt.

Nágrannar kvörtuðu undan hávaða og látum um klukkan hálf fjögur í nótt, en þá stóðu þar yfir veisluhöld. Lögregla fór á staðinn og lofuðu viðstaddir að hemja sig.

Ekki leið þó á löngu áður en önnur kvörtun barst lögreglu, en þá hafði fólkið tekið upp á því að fara út á svalir íbúðarinnar og syngja hástöfum. Það mæltist ekki vel fyrir hjá nágrönnunum og var gestgjafi því beðinn um að ljúka samkvæminu.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Una Rós
Næsta greinUngfrú Suðurland: Þóra Fríða