Lögreglan skoðar kæru vegna rjúpnaskyttu

Lögreglan á Hvolsvelli hafði eftirlit með skotveiðimönnum um síðustu helgi en rjúpnaveiðitímabilið hófst sl. föstudag. Lögreglan hefur eina kæru til skoðunar eftir helgina.

Þar leikur grunur á að veiðimaður hafi skotið út um bílglugga. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, staðfesti við sunnlenska.is að málið væri til skoðunar hjá embættinu.

Rjúpnaveiðar eru heimilar fjórar helgar nú í vetur. Leyfilegt er að veiða á laugardögum og sunnudögum í nóvember ef frá eru taldir 10.-11. nóvember.