Lögreglan rannsaki utanvegaakstur í nýja hrauninu

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umhverfisstofnun óskað eftir því við sýslumanninn á Hvolsvelli að hann taki til rannsóknar akstur jeppa á vegum Top Gear í nýja hrauninu á Fimmvörðuhálsi.

Upptökulið á vegum Top Gear fór að gosstöðvunum í gær með Artic Trucs þar sem jeppa var ekið upp á hraunkantinn á vatnskældum hjólbörðum.

Umhverfisstofnun minnir á að bannað er að aka utan vega og telur mikilvægt að fólk gangi vel um gossvæðið á ferðum sínum um það.

Stofnunin vill þó benda á að heimilt er að aka utan vega á frosinni jörð sem er snævi þakin svo og á jöklum.

Fyrri greinSektaður fyrir að klæðast lögreglubol
Næsta greinÚrvalslið Guðmundar og stjörnulið Ómars skildu jöfn