Lögreglan rannsakar utanvegaakstur

Kerlingarfjöll. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í síðustu viku fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um utanvegaakstur á svæði á milli Kerlingafjalla og Seturs.

Talið er að bifreiðin sem hlut á að máli sé í eigu þýskrar ferðaskrifstofu. Málið er í rannsókn en lögreglu hefur ekki tekist að hafa upp á ökumanninum enn sem komið er.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þrjú minniháttar fíkniefnamál komu upp í liðinni viku. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur, einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og 25 fyrir hraðakstur.

Fyrri greinEkið á dreng á gangbraut
Næsta greinÓvissustigi aflétt