Lögreglan rannsakar grjótkast frá vörubíl

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn föstudag varð vörubíll fyrir allstóru grjóti öðrum vörubíl þegar þeir mættust á Suðurlandsvegi við Rauðalæk.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að töluvert tjón sé á bifreiðinni sem fyrir grjótinu varð en það braut sér leið inn fyrir grill og olli þar skemmdum á búnaði.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.