Lögreglan rannsakar bílbruna

Bíllinn sem brann í Hveragerði aðfaranótt föstudags hefur verið færður á bíltæknirannsóknarstöð lögreglunnar á Selfossi þar sem sérfræðingar munu rannsaka bílinn.

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn beinist að því að kveikt hafi verið í bifreiðinni.

Í lok október brann Garðyrkjustöð Ingibjargar við Laufskóga í Hveragerði. Eldsupptök þar eru ókunn en bifreiðin sem brann í síðustu viku stóð á næstu lóð við garðyrkjustöðina. Lögreglan telur ekki að eldsvoðarnir tveir tengist.

Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri grein12,5 milljónir á Suðurland
Næsta greinBuðu stolin rakvélarblöð sem greiðslu fyrir eldsneyti