Lögreglan óskar eftir að ná tali af manni og konu á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í tengslum við mál sem Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar óskar lögreglan eftir því að ná tali af karlmanni sem varð vitni að samskiptum stúlku og konu á göngustíg eða gangstétt í nágrenni við Móhellu á Selfossi síðastliðið mánudagskvöld, þann 28. janúar, um kl. 20:30.

Stúlkan var með hund í taumi. Maðurinn er talinn hafa verið á gangi þar skammt frá. Jafnframt óskar lögreglan þess að ná tali af umræddri konu vegna samskipta hennar við barnið.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um þessa tvo einstaklinga eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2000, í tölvupósti sudurland@logreglan.is eða á Facebook.

Fyrri greinFjórir bikarmeistaratitlar HSK keppenda
Næsta greinFólksbíll og rúta rákust saman við Tungufljót