Lögreglan með eftirlit úr lofti

Lögreglan á Hvolsvelli fór í gær í eftirlitsflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, um hálendið og þjóðvegi landsins.

Þetta er samstarfsverkefni lögreglunnar á Hvolsvelli, ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar.

Flogið var yfir Fjallabak og hálendi Suðurlands en það svæði er að stórum hluta lokað umferð en mikil aurbleyta er ennþá á mörgum stöðum.

Einn ökumaður var jafnframt kærður vegna of hraðs aksturs við þetta eftirlit.

Lögreglan á Hvolsvelli mun vera með virkt eftirlit um helgina, bæði á þjóðvegunum og á hálendinu enda er þetta stór ferðamannahelgi.

Fyrri greinFyrstu stig KFR
Næsta greinKári Steinn sigraði í Mýrdalshlaupinu