Lögreglan með eftirlit á hálendinu

Lögreglan á Selfossi fór í hálendiseftirlit ásamt lögreglu á Hvolsvelli í sérútbúinni lögreglubifreið sem lögreglan þar hefur til umráða.

Leiðin lá um Kjalveg inn í Kerlingarfjöll. Þaðan að Setri suður um Gljúfurleit að Sultartangavirkjun.

Lítið bar á nýlegum förum utan vegslóðans en meira af eldri förum frá því fyrr í sumar. Þá hafa ökumenn sneitt hjá snjósköflum og bleytu og valið að fara útfyrir slóðan frekar en leggja í skaflanna.

Á vegi lögreglumanna frá Kerlingarfjöllum urðu tólf jeppar, allir á erlendum skráningarnúmerum utan einn.

Fyrri greinSumar á Selfossi öllum til gleði og ánægju
Næsta greinTíu sækja um Hrunaprestakall