Lögreglan mælir loftgæði

Gosbjarminn við Krýsuvík en að sögn vegfarenda var þar blár mökkur yfir og brennisteinsbragð á vörum í kvöld. Ljósmynd/Ragnar Óskarsson

Lögreglumenn verða á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg í nótt og mæla loftgæðin.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekkert gas mælist á svæðinu núna.

Lögreglan hvetur íbúa til að fylgjast með fréttum frá Almannavörnum ef eitthvað breytist.

Fyrri greinSuðurstrandarvegur lokaður við Þorlákshöfn
Næsta greinGeysir og Kerlingarfjöll friðlýst gegn orkuvinnslu