Lögreglan lýsir eftir Sólrúnu Petru

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur.

Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og ca 166 cm á hæð. Hún er með brún augu og rauðbrúnt, sítt hár. Hún er klædd í bláar og rifnar gallabuxur, svartan netabol og hvíta peysu yfir. Svartri úlpu með loðkraga og í svörtum strigaskóm.

Sólrún fór frá heimili sínu í Rangárvallasýslu í fyrrinótt og hefur ekki náðst til hennar síðan. Talið er að hún dvelji nú á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um Sólrúnu eru beðnir að hafa samband í gegnum Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444 2000 eða 112.

UPPFÆRT KL. 21:00 Sólrún Petra er fundin. Lögreglan þakkar fyrir aðstoðina.

Fyrri greinEva María setti Íslandsmet
Næsta greinSumarfrí